30. október

Eftirlitsmyndavélar á vegum Reykjavíkurborgar - frumkvæðisskoðun

Fagsvið persónuverndar hjá Innri endurskoðun og ráðgjöf hefur unnið frumkvæðisathugun á stöðu eftirlitsmyndavéla á vegum Reykjavíkurborgar og fylgni við persónuverndarlög og persónuverndarreglugerð. Með athuguninni var leitast við að öðlast yfirsýn yfir rafræna vöktun sem fram fer með eftirlitsmyndavélum á vegum Reykjavíkurborgar og fá betri mynd af því hvort viðeigandi lagaskilyrði séu uppfyllt. Með aukinni yfirsýn á að vera auðveldara að framfylgja eftirliti með því hvort Reykjavíkurborg standi við skuldbindingar sínar sem ábyrgðaraðila gagnvart lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Í skýrslunni er umfjöllun um þessi mál á sviðum borgarinnar sem fylgt er eftir með ráðgjöf til ábyrgðaraðila eftir atvikum.

Skýrslan var kynnt fyrir endurskoðunarnefnd í dag og að því búnu send til borgarráðs til kynningar.

Sækja efni

Ár

Tengt efni

Tengdir hlekkir