Starfsskýrsla Innri endurskoðunar og ráðgjafar 2024-2025

Starfsskýrsla Innri endurskoðunar og ráðgjafar 2024-2025

19. janúar 2026

Innri endurskoðun og ráðgjöf (IER) hefur lokið við gerð starfsskýrslu fyrir fagsvið innri endurskoðunar og skrifstofu innri endurskoðanda vegna tímabilsins frá 1. janúar 2024 til 1. júlí 2025. Starfsskýrslan var lögð fram á fundi endurskoðunarnefndar þann 12. janúar sl.

Ingunn Ólafsdóttir, starfandi innri endurskoðandi, fór yfir starfsskýrsluna á fundinum og kynnti starfsemi einingarinnar og verkefni innri endurskoðunar á því tímabili sem um ræðir.

Skýrslan greinir frá hlutverki og tilgangi innri endurskoðunar sem er að bæta rekstur samstæðu Reykjavíkurborgar með því að veita óháða staðfestingu og ráðgjöf á sviði stjórnarhátta, áhættustýringar og innra eftirlits. Í skýrslunni er að finna yfirlit yfir starfsemina, umfang innri endurskoðunar hjá samstæðu Reykjavíkurborgar og helstu niðurstöður úttekta og eftirfylgnikannana á tímabilinu.

Skýrslan varpar ljósi á það samstarf sem er á milli IER og þeirra A og B hluta eininga sem IER veitir innri endurskoðunarþjónustu.

Að lokinni kynningu hjá endurskoðunarnefnd var skýrslan send til framlagningar í borgarráði.

Hér má lesa skýrsluna í heild sinni.