Ný heimasíða IER

Ný heimasíða IER

1. júlí 2021

Ný heimasíða Innri endurskoðunar og ráðgjafar

Í dag fór í loftið ný heimasíða Innri endurskoðunar og ráðgjafar með gagnvirku viðmóti fyrir spjaldtölvur og farsíma en unnið hefur verið að hönnun nýrrar síðu undanfarna mánuði. Vefstofan Sendiráðið sá um hönnun og hugbúnaðarlausnir í samvinnu við okkur og vefteymi Reykjavíkurborgar.

Markmiðið með nýrri heimasíðu er bætt upplýsingagjöf og aðgengi að upplýsingum í tengslum við starfsemi Innri endurskoðunar og ráðgjafar.

Á vefsíðunni okkar má sjá upplýsingar um starfsemina og ýmis konar tengdan fróðleik og jafnframt er þar að finna allt útgefið efni embættisins frá árinu 2004 til dagsins í dag.

Við erum afskaplega stolt af nýju síðunni okkar og vonum að notendur verði ánægðir með breytinguna.

Smelltu hér til að skoða nýju síðuna, www.innriendurskodun.is.