Niðurstöður úttektar IER á samningaviðræðum við rekstraraðila og lóðarhafa bensínstöðvalóða

17. október 2025

Borgarstjórn fól Innri endurskoðun og ráðgjöf (IER) þann 7. maí 2024 að gera úttekt á aðdraganda og fyrirkomulagi samningaviðræðna Reykjavíkurborgar við rekstraraðila og lóðarhafa eldsneytisstöðva í Reykjavík sem fram fóru í kjölfar samþykktar borgarráðs þann 9. maí 2019 um fækkun bensínstöðva í borginni.

IER hefur nú lokið úttekt og kynnt niðurstöður sínar fyrir endurskoðunarnefnd og borgarráði. Meðal þess sem IER skyldi kanna var hvort málefnaleg sjónarmið hefðu legið til grundvallar samningunum og hvort hagsmunir borgarinnar hefðu verið nægjanlega tryggðir við samningsgerðina.

IER setur fram í skýrslu sinni 12 tillögur að umbótum sem miða að því að bæta starfsemi og stjórnsýslu borgarinnar og byggjast þær á greiningum á verklagi og framkvæmdum í tengslum við efnið.

Niðurstöður IER voru kynntar á fundi endurskoðunarnefndar þann 13. október og niðurstöðum síðan skilað til borgarráðs 16. október 2025.

IER mun framkvæma eftirfylgnikönnun vegna þessara 12 umbótatillagna á næsta ári.

Hér má lesa niðurstöðuskýrslu IER í heild sinni.