Erindisbréf fagsviðs innri endurskoðunar samþykkt

Erindisbréf fagsviðs innri endurskoðunar samþykkt

13. júní 2022

Erindisbréf fyrir fagsvið innri endurskoðunar hjá Innri endurskoðun og ráðgjöf var samþykkt á fundi endurskoðunarnefndar þann 1. júní sl.

Endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum þann 1. júní 2022 erindisbréf fyrir fagsvið innri endurskoðunar.  Í samþykkt borgarstjórnar fyrir Innri endurskoðun og ráðgjöf Reykjavíkurborgar og innri endurskoðanda frá 15. júní 2021 kemur fram að setja eigi erindisbréf í samræmi við alþjóðlega staðla um innri endurskoðun.  Erindisbréfinu er ætlað að skilgreina með nánari hætti tilgang fagsviðsins, heimildir og ábyrgð með formlegum hætti.  Fagsvið innri endurskoðunar er sú eining innan Innri endurskoðunar og ráðgjafar sem annast innri endurskoðun fyrir Reykjavíkurborg og B hluta félög borgarinnar.  

Erindisbréf fyrir fagsvið innri endurskoðunar