Eftirfylgniúttekt á netöryggi hjá Reykjavíkurborg
24. október 2022
IER hefur lokið eftirfylgniúttekt á netöryggi hjá Reykjavíkurborg þar sem fylgt var eftir niðurstöðum úr úttekt sem framkvæmd var árið 2018.
Skýrsla um netöryggi hjá Reykjavíkurborg var gefin út í apríl 2018 sem sýndi niðurstöður skoðunar á almennu netöryggi hjá upplýsingatæknisviði Reykjavíkurborgar og öðrum rekstri borgarinnar eftir því sem við átti. Gerð var eftirfylgniúttekt árið 2020 sem leiddi í ljós að enn voru ábendingar útistandandi og hefur nú verið framkvæmd önnur eftirfylgniúttekt með það að markmiði að kanna viðbrögð ábyrgðaraðila við þeim.
Niðurstöður þessarar eftirfylgniúttektar sýna að enn er úrbóta þörf vegna 17 ábendinga IER. Niðurstöður voru kynntar á fundi endurskoðunarnefndar í dag og munu endurskoðunarnefnd og Innri endurskoðun og ráðgjöf fylgjast með framgangi ábendinganna.
Sjá nánar í samantekt IER um niðurstöður úttektar.