Eftirfylgni með viðhaldsframkvæmdum hjá Félagsbústöðum
16. janúar 2023
Innri endurskoðun og ráðgjöf (IER) gaf út niðurstöður eftirfylgniúttektar á viðhaldsframkvæmdum við Írabakka þann 12. janúar 2023 í samræmi við endurskoðunaráætlun félagsins.
Markmið úttektarinnar var að kanna viðbrögð við þeim 15 ábendingum sem settar voru fram í skýrslu Innri endurskoðunar í júlí 2018. Að mati Innri endurskoðunar og ráðgjafar hefur stjórn Félagsbústaða brugðist með viðeigandi hætti við þeim ábendingum úttektar sem lokað er og ráðist í umtalsverða stefnumótunarvinnu og skipulagsbreytingar undir forystu nýs framkvæmdastjóra. Frá árinu 2019 hefur stjórn Félagsbústaða samþykkt fjölmörg stefnuskjöl sem eru til þess fallin meðal annars að bæta skipulag, rekstur, sjálfbærni, þjónustu, mannauð, jafnrétti, áhættustýringu og innkaup.
Hér má lesa samantekt um niðurstöður eftirfylgninnar.