Um­boðs­mað­ur borg­ar­búa

Umboðsmaður borgarbúa veitir starfsfólki og stjórnendum Reykjavíkurborgar ráðgjöf um lögmæta málsmeðferð, vandaða stjórnsýsluhætti og úrlausn einstakra mála þegar eftir því er leitað. 

https://images.prismic.io/borgarvernd-web/946ca451-a579-49b6-a84c-085e539a7344_mi%C3%B0borgin+ve%C3%B0urbl%C3%AD%C3%B0a+%289%29.jpg?auto=compress,format

Umboðsmaður borgarbúa tekur betur til hinnar óformlegu málsmeðferðar sem nú þegar er komin nokkur reynsla af. Umboðsmaður borgarbúa skal tryggja rétt íbúa og þjónustunotenda gagnvart sveitarfélaginu, með það að leiðarljósi að jafnræði sé virt í hvívetna í stjórnsýslunni og að hún fari að öðru leyti fram í samræmi við lög og vandaða stjórnsýsluhætti.

Umboðsmaður borgarbúa leiðbeinir borgarbúum og fyrirtækjum sem telja að á sér hafi verið brotið við meðferð mála hjá Reykjavíkurborg.

Umboðsmaður borgarbúa veitir ráðgjöf og aðstoð um endurupptöku og/eða kæruleiðir sem hægt er að fara í tilteknum málum.

Umboðsmaður borgarbúa er til aðstoðar fyrir íbúa sem eru ósáttir við meðferð mála hjá Reykjavíkurborg. Einnig er hægt að leita til Umboðsmanns borgarbúa ef borgarar eru með almennar kvartanir eða ábendingar um þjónustustig hjá Reykjavíkurborg, ef skýringar vantar á innihaldi stjórnvaldsákvörðunar og varðandi leiðbeiningar um næstu skref í málinu.

Umboðsmaður borgarbúa vinnur að umbótum og tekur fagnandi við ábendingum og hugmyndum um hvernig bæta megi þjónustu Reykjavíkurborgar.

Umboðsmaður borgarbúa tekur ekki til meðferðar kvartanir sem lúta að pólitískum ákvörðunum um þjónustustig, álitaefnum varðandi starfsmannastefnu eða aðstæður starfsfólks á vinnustöðum Reykjavíkurborgar.

Umboðsmaður borgarbúa tekur ekki til skoðunar álitaefni sem þegar eru til umfjöllunar hjá lögbundnum úrræðum, svo sem hjá ráðherra, sjálfstæðum stjórnsýslunefndum, Umboðsmanni Alþingis eða dómstólum.

Umboðsmaður borgarbúa tekur ekki við erindum fyrr en kvörtun hefur verið beint til viðkomandi sviðs sem fengið hefur tækifæri til að yfirfara málsmeðferð eða þjónustu sína og bregðast við erindinu.

Umboðsmaður borgarbúa leiðbeinir oft íbúum um réttar boðleiðir með góðum árangri og vekur athygli á málum sem ekki hafa ratað á réttar slóðir. Telji aðili sem kvartar sig ekki hafa fengið viðunandi lausn að loknu slíku ferli getur viðkomandi ávallt leitað til Umboðsmanns Alþingis.