Erindisbréf persónuverndarfulltrúa og fagsviðs persónuverndar samþykkt
31. október 2022
Endurskoðunarnefnd samþykkti í dag erindisbréf persónuverndarfulltrúa og fagsviðs persónuverndar hjá Innri endurskoðun og ráðgjöf.
Nú hafa öll þrjú fagsvið IER lagt erindisbréf sín fyrir endurskoðunarnefnd til samþykktar og starfa þau því öll samkvæmt erindisbréfi í dag. Erindisbréf fyrir fagsvið innri endurskoðunar var samþykkt á endurskoðunarnefndarfundi í júní síðastliðnum og erindisbréf fyrir fagsvið ráðgjafar í október.
Með þessu hefur verið skotið grunnstoðum undir starfsemi IER og þar með skapast sú umgjörð og sá rammi sem nauðsynlegur er til að starfa innan stjórnsýslunnar, með skýrt umboð og heimildir til að sinna okkar daglegu verkefnum.
Hér má finna nýtt erindisbréf fyrir persónuverndarfulltrúa og fagsvið persónuverndar.